Allskonar píla

Þrenns konar píla hjá okkur

PARTÝPÍLA™



Partýpíla™ býður upp á átta mismunandi leiki, þar sem keppendum er stýrt í gegnum leikinn af tölvuskjá, líkt og fólk þekkir frá keilusölum. Öll spjöld eru tölvutengd þ.a. gestir þurfa engar áhyggjur að hafa af talningu eða útreikningi. Allt að sex keppendur geta spilað hvern leik, þ.a. í tvímenningi geta 12 manns geta spilað á einu spjaldi. Við erum með þrjú Partýpílu™spjöld á 2. hæð (Silfurtungl) og fjögur á jarðhæð (Himinhvolf) í Bullseye.  Auk þess erum við með tvö önnur á jarðhæðinni sem eru óbókanleg en hugsuð þeim sem vilja detta inn.



Bóka Pílu


KEPPNISPÍLA


Keppnispíla býður upp á hefðbunda 170, 301 og 501 leiki ásamt krikett með tölfræði og greiningu eftir hvern leik. Öll spjöld eru tölvutengd, þ.a. gestir þurfa engar áhyggjur að hafa af talningu eða útreikningi. Allt að fjórir keppendur geta spilað hvern leik, þ.a. í tvímenningi geta 8 manns geta spilað á einu spjaldi. Við erum með fimm Keppnispíluspjöld á 2. hæð (Silfurtungli) og fjögur á jarðhæðinni (Himinhvolfum).


Bóka Pílu


SKEMMTIPÍLA



Skemmtipíla býður upp á á hefðbunda 170, 301 og 501 leiki ásamt krikett. Öll spjöld eru tölvutengd, þ.a. gestir þurfa engar áhyggjur að hafa af talningu eða útreikningi. Allt að fjórir keppendur geta spilað hvern leik, þ.a. í tvímenningi geta 8 manns geta spilað á einu spjaldi.


Í Bláa salnum sem opinn er á að staðaldri á föstudögum og laugardögum en einnig dagana fyrir almenna frídaga, erum við með 24 Skemmtipíluspjald.  Við opnum salinn sérstaklega fyrir stærri hópa

(25-200) og setjum upp létt og skemmtilegt pílumót

ef þið viljið.


Bóka Pílu
Share by: